Magni í kór

Skapti Hallgrímsson

Magni í kór

Kaupa Í körfu

FJÖLMENNI var í Glerárkirkju á Akureyri í gærkvöld á jólatónleikum Æskulýðskórs kirkjunnar. Skammt er stórra högga á milli hjá kórnum; ekki er langt síðan hann söng í Þýskalandi og á dögunum stóð hann á sviðinu í troðfullri íþróttahöllinni og söng með Frostrósum. Í kórnum eru rúmlega 30 krakkar undir stjórn Ástu Magnúsdóttur en þar af er aðeins einn strákur; Eiður Árnason, sem er neðst til vinstri á myndinni. Í gærkvöldi lék Valmar Väljaots undir á píanó en sérstakur gestur var hinn kunni Magni Ásgeirsson úr hljómsveitinni Á móti sól, og í ljós kom að hann er ekki síðri á jólalagasvellinu en kyrjandi dægurperlur. MYNDATEXTI Magni Ásgeirsson syngur ásamt krökkunum í Æskulýðskór Glerárkirkju á Akureyri í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar