Skákmót í Ráðhúsinu

Skákmót í Ráðhúsinu

Kaupa Í körfu

UM tvö hundruð börn á aldrinum 4-16 ára mættu á árlegt jólapakkaskákmót skákfélagsins Hellis í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn laugardag. Mótið er fjölmennasta unglingaskákmót landsins og hefur verið haldið frá 1996. Þátttakendur koma víða að af landinu og þrátt fyrir að jólandinn svifi yfir öllu var hart barist við skákborðin og eins og sjá má skein einbeitingin af hverju andliti og hvergi var gefið eftir. Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending og stórt happdrætti þar sem meðal annars var dregin út skáktölva. Að lokum voru svo allir þátttakendur leystir út með gjöfum og nammi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, setti mótið og lék fyrsta leik þess.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar