HG þorskeldi

Helgi Bjarnason

HG þorskeldi

Kaupa Í körfu

VERTÍÐIN stendur sem hæst í þorskeldinu. Hraðfrystihúsið - Gunnvör slátrar 10 til 20 tonnum af þorski á dag í Súðavík, upp úr sjókvíunum í Ísafjarðardjúpi og eldið sér fiskvinnslu fyrirtækisins í Hnífsdal fyrir hráefni frá lokum nóvember og fram undir páska. Þorskurinn hefur selst fyrir hátt verð á þessum tíma undanfarin ár en snörp lækkun afurðaverðsins nú undir lok ársins setur alvarlegt strik í reikninginn. MYNDATEXTI Allt að tvö hundruð tonn af þorski eru í stórri eldiskví utan við Súðavík í Álftafirði og þótt það sé miður vetur og kuldi í lofti er eins og það sjóði á þorskinum í kvínni þegar eldismennirnir gefa fóðrið. Þorskurinn er villtur og fær síli eins og hann hafði alist upp við áður en hann var fangaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar