HG þorskeldi

Helgi Bjarnason

HG þorskeldi

Kaupa Í körfu

Allt hráefnið sem eldisþorskurinn gefur af sér er nýtt. Lifrin er soðin niður, hrognin eru lausfryst fyrir Spánarmarkað og svilin fara fersk eða fryst á Asíumarkað. Hausar og hryggir fara í þurrkun á Suðureyri og enda í Nígeríu og roð er fryst fyrir Suður-Evrópumarkað. Tekjur af aukaafurðunum standa undir öllum slægingarkostnaði og hluta af kostnaði við slátrun þorsksins úr eldiskvíunum, að sögn Kristjáns G. Jóakimssonar hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru. Auðveldara er að hirða lifrina sem til fellur við slátrun eldisþorsksins en um borð í fiskiskipum. Þar er aðstaða og tími til að sinna verkefninu. Hún er soðin niður í samvinnu við danskt fyrirtæki í aðstöðu HG í Súðavík og fara dósirnar á markað í Danmörku og Þýskalandi. „Þetta er unnið blóðferskt sem er mikilvægt til að gott verð fáist fyrir afurðirnar. Þorskeldið gefur möguleika á að hafa stjórn á gæðunum frá upphafi til enda,“ segir Kristján. Lifrin úr eldisþorskinum er undirstaða frekari vinnslu því hún skapar möguleika á að taka til niðursuðu lifur frá öðrum þorskeldisfyrirtækjum og af fiskiskipum. MYNDATEXTI Þorsklifrin er notuð sem álegg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar