Myndverkið / Guðmunda Andrésdóttir

Einar Falur Ingólfsson

Myndverkið / Guðmunda Andrésdóttir

Kaupa Í körfu

Í Seljahverfinu í Reykjavík er lítið og vinalegt bókasafn. Þar er bara opið tvo eftirmiðdaga í viku, en þá taka vinalegir starfsmenn við börnum úr hverfinu og fullorðnum líka; fólk blaðar í tímaritum, börn fylla út getraunamiða og einhverjir fá alltaf lánaðar bækur. Á veggjum eru myndir af kettinum Brandi og Línu langsokk, eins og vera ber, en þar hangir líka yfir rauðum nýmóðins sófa eitt af þessum myndverkum sem ég dregst alltaf að; þetta er fínt abstrakt málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur. Verk sem á afskaplega vel heima þarna á bókasafninu. Guðmunda var verslunarskólagengin en árið 1946 var Svavar Guðnason kominn heim frá Danmörku og opnaði fræga sýningu í Listamannaskálanum. „Ég hreinlega ruglaðist þegar ég sá þá sýningu,“ sagði Guðmunda við mig fyrir 12 árum, en þá heimsótti ég hana vegna væntanlegrar sýningar í Sólon Íslandusi. Sýning Svavars hafði afgerandi áhrif á ungu konuna; hún ákvað að helga sig listinni. „Þegar ég kom heim spurði móðir mín

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar