12. mótmælin við Austurvöll

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

12. mótmælin við Austurvöll

Kaupa Í körfu

LÖGREGLUNNI og aðstandendum mótmælafundanna á Austurvelli ber ekki saman um hve margir mættu til 12. fundarins á laugardaginn. Lögreglan telur að um 500 manns hafi komið á Austurvöll en Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, telur að ríflega þúsund manns hafi mætt. Að sögn Harðar mátti búast við því að hópurinn yrði ekki fjölmennari nú, enda hópurinn tvístraður vegna hátíðarhalda yfir jól og áramót. Næstu mótmæli verða laugardaginn 3. janúar. Á laugardag komu um 80 manns saman til þögullar stundar og íhugunar við Ráðhústorgið á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar