Banaslys á Reykjanesbraut í Hafnarfirði

Banaslys á Reykjanesbraut í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

BANASLYS varð á Reykjanesbraut við Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum á laugardagskvöld þegar bifreið hafnaði á ljósastaur og endaði utan vegar á hvolfi. Kastaðist ökumaður út úr bifreiðinni við veltuna og er talið að hann hafi látist samstundis. Tildrög slyssins eru óljós, en ökumaður var einn á ferð í bílnum. Ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða, en talið að öryggisbelti hafi ekki verið notað. Hét ökumaður bifreiðarinnar Freyja Sigurðardóttir og var til heimilis að Burknavöllum 17 b í Hafnarfirði. Hún var sextug að aldri og lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur, barnabörn og unnusta. Það sem af er þessu ári hafa 12 manns látist í umferðarslysum. Árið 2007 fórust 15, en árið 2006 lést 31. Leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna færri umferðarslys á einu ári, en þá létust tíu manns

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar