Hart sótt að gæsinni

Hart sótt að gæsinni

Kaupa Í körfu

Hettumávar og grágæs rifust um æti á Tjörninni Á VETURNA treysta fuglarnir á Tjörninni á matargjafir frá góðhjörtuðu fólki. Þegar maturinn er af skornum skammti getur samkeppnin orðið hörð. Hettumávar reyndu með ýmsum ráðum, vængjaslætti og gargi, að ná brauðmola af grágæs þegar hún reyndi að forða sér með bitann. Hettumávar og grágæsir eru að mestu farfuglar en töluverður hópur þeirra heldur til á Suðvesturlandi yfir veturinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar