Ólafsvíkurenni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ólafsvíkurenni

Kaupa Í körfu

ÓLAFSVÍKURENNI skagar þverhnípt í sjó fram milli Rifs og Ólafsvíkur og var áður mikill vegartálmi íbúum á Snæfellsnesi. Stöðugt grjóthrun úr klettabeltinu gerði samgöngur þar afar hættulegar, jafnvel þótt Guðmundur biskup góði hefði vígt það á sínum tíma. Enn er Ennið ekki árennilegt þegar oddhvöss grýlukerti teygja sig niður úr klakabrynjunni sem slútir fram af klettunum líkt og þegar blaðamenn Morgunblaðsins áttu þar leið hjá í gær. Sem betur fer hafa þar orðið miklar samgöngubætur svo nú til dags geta bílstjórar keyrt þar rólegir án vitundar um hættur fortíðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar