Vetur í Viðey

Vetur í Viðey

Kaupa Í körfu

HÚN var fögur sýnin sem blasti við þeim sem horfðu til Viðeyjar og Esjunnar í gær. Gluggar Viðeyjarstofu og kirkjunnar glitruðu í vetrarsólinni. Viðeyjarstofa er einkar glæsileg. Hún er elsta steinhús landsins. Smíði hússins hófst árið 1753 og var steinninn til smíðinnar tekinn úr Viðey. Viðeyjarstofa var fyrr á öldum aðsetur landfógetans. Kirkjan var byggð nokkrum árum síðar og vígð árið 1774.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar