Vatnsverksmiðja

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vatnsverksmiðja

Kaupa Í körfu

*Langþráð vatnsverksmiðja rís nú í Rifi á Snæfellsnesi ... VATNIÐ sem streymir undan Snæfellsjökli fer í nýjan farveg í haust. Í stað þess að renna beint til sjávar fer hluti vatnsins um borð í skip til Persaflóa. Fyrirtækið Iceland Glacier Products er að reisa vatnsverksmiðju í Rifi í Snæfellsbæ. Grunnurinn er tilbúinn og efni komið í límtréshús sem byrjað verður að reisa á næstu vikum. Sverrir Pálmarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir stefnt að því að koma verksmiðjunni af stað í haust. MYNDATEXTI: Af sjó í vatn Rúnar Már Jóhannsson kom í land til að vinna við vatnsverksmiðjuna. Hann er áhugasamur um verkefnið, segir spennandi að prófa eitthvað nýtt. Gangsetja á verksmiðjuna undir lok ársins, kaupendurnir bíða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar