Gönguhópur í hjartaaðgerð

Skapti Hallgrímsson

Gönguhópur í hjartaaðgerð

Kaupa Í körfu

FÉLAGAR í gönguhópi á Akureyri fóru í hjartaaðgerð síðdegis í gær, allir sem einn. Staðurinn var ekki hefðbundinn enda er hópurinn það ekki heldur. Nokkrir félagar í hópnum eru starfsmenn Rafeyrar, sem sá um það í haust ásamt fleirum að kom upp risastóru hjarta úr ljósaperum í Vaðlaheiðinni en það hefur lýst upp hug – og hjarta – Akureyringa og nærsveitamanna upp á síðkastið. Ástæða þess að gönguhópurinn fór í hjartaaðgerðina í gær, eins og þeir tóku til orða, var sú að skipta þurfti um perur. Hópurinn, sem kallaður er 9 og ½ vika, stóð sig vel í gær eins og vænta mátti en í hjartanu eru vel á fjórða hundrað perur enda er það álíka stórt að flatarmáli og heill knattspyrnuvöllur, ásamt hlaupabrautum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar