Tjáningarveggur

hag / Haraldur Guðjónsson

Tjáningarveggur

Kaupa Í körfu

TÓLF nemar úr Listaháskóla Íslands stilltu í gær upp auðum vegg á Lækjartorgi í því skyni að leyfa fólki að tjá sig. Fólk er hvatt til að fá útrás með hvaða hætti sem er; með ljóðaskrifum, kroti, spörkum eða hamarshöggum. „Ef fólk ætlar að tjá sig í samfélaginu hefur það takmörkuð tækifæri til þess. Þessi veggur býður einstaklingum að tjá sig í opinberu rými, nokkuð sem er ekki boðið upp á í samfélaginu,“ segir Pétur Stefánsson nemi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar