Össur Skarphéðinsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Össur Skarphéðinsson

Kaupa Í körfu

Í sömu vikunni boðaði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gjörbreytingu á umhverfi sprotafyrirtækjanna, varði ákvörðun sína um að gera fjárfestingarsamning vegna álvers í Helguvík, og hélt fundi á norðausturhorninu um möguleika olíu- og gasleitar. Á sjónvarpsstöðinni ÍNN kallaði Ingvi Hrafn hann bjartsýnismálaráðherra Íslands. Það vakti líka athygli þegar ráðherrann húðskammaði fjölmiðla fyrir að sinna ekki jákvæðum fréttum. Hversvegna ert þú galvaskur og bjartsýnn meðan svo margir eru annaðhvort reiðir eða daprir? „Líklega af því að ég sé svo mörg tækifæri í stöðunni þrátt fyrir allt. Ég er eindregið á því að ef við spilum rétt úr okkar kortum geti atvinnulífið komið sterkara og traustara til leiks en það var fyrir kreppu, byggi á raunverulegum styrk en ekki pappírsgróða MYNDATEXTI Kosningar „Ég er þannig stilltur að ég er alltaf búinn undir kosningar.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar