Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Á OPNUM félagsfundi í Borgarleikhúsinu í gær var Jón Sigurbjörnsson, leikari og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, heiðraður með opnun margmiðlunarþáttar um hann í forsal Borgarleikhússins. LR ákvað fyrir nokkrum misserum að heiðra ævistarf sex listamanna sinna sem allir hafa unnið ómetanlegt starf að uppbyggingu og framþróun Leikfélagsins og verið í framvarðarsveit þess um áratuga skeið. Þetta eru leikararnir Steindór Hjörleifsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Karl Guðmundsson og leikmyndahöfundurinn Steinþór Sigurðsson. Hér sést Jón horfa á sjálfan sig nokkuð yngri á skjá margmiðlunarsýningarinnar er hún var opnuð í gær. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður stjórnar LR, stendur hjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar