Ný sókn í Framsókn

Ný sókn í Framsókn

Kaupa Í körfu

DRAMATÍKIN réð ríkjum á 30. flokksþingi Framsóknar sem lauk í gær. Hver hefðin á fætur annarri var brotin; sitjandi ritari var felldur úr sæti, fimm buðu sig fram til formanns og elstu menn muna ekki aðra eins spennu á einu flokksþingi. Eftir stendur ný og ung forysta sem fær það erfiða verkefni að sameina sundraðan flokk og leiða hann fram til nýrra tíma í gjörbreyttum aðstæðum. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er afleiðing af hinum óvenjulegu aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en hann var kjörinn formaður eftir tvísýna baráttu við Pál Magnússon og Höskuld Þór Þórhallsson. MYNDATEXTI Fögnuður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var ákaft fagnað þegar ljóst var að hann hefði unnið formannskjörið með 449 atkvæðum. Höskuldur Þór hlaut 340 atkvæði en Páll Magnússon datt út í fyrstu umferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar