Morgunsöngur í Háteigsskóla

Heiðar Kristjánsson

Morgunsöngur í Háteigsskóla

Kaupa Í körfu

KRAKKARNIR í Háteigsskóla fögnuðu þorra með morgunsöng í gærmorgun, en sönggleðin er ríkjandi í skólanum á hverjum föstudegi. Ekki er ósennilegt að Þorraþrællinn hafi þá glumið um ganga skólans en endað var á lokasöng síðasta áramótaskaups, sem ku vera krökkunum hugleikinn um þessar mundir. Hefð hefur myndast fyrir morgunsöngnum á föstudagsmorgnum en þá koma flestir nemendur í 1.-7. bekk skólans saman með kennurum sínum og syngja nokkur lög. Og ekki virðist fjörið skorta í söngnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar