Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna

Heiðar Kristjánsson

Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna

Kaupa Í körfu

SÁ merki áfangi náðist á síðasta ári að enginn mannskaði varð á sjó við Íslandsstrendur. Þetta eru stórmerk tíðindi fyrir íslenska þjóð, sem byggt hefur lífsviðurværi sitt að miklu leyti á sjósókn í gegnum aldarinnar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, fórust 4.016 einstaklingar á 90 ára tímabili á árunum 1900 til 1990 í sjóslysum eða drukknuðu í sjó, ám og vötnum, eða 45 að meðaltali á ári hverju. Langstærsti hópurinn var sjómenn. Ekki þarf að fara lengra aftur en til ársins 1973, þegar 65 íslenskir sjómenn létu lífið við störf sín. MYNDATEXTI Í sjónum Eitt af því sem sjómenn læra í Slysavarnaskólanum er hvernig á að bregðast við þegar þeir lenda í sjónum. Landhelgisgæslan sendir þyrlur á hvert námskeið og hífir þátttakendur um borð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar