Neftóbak

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Neftóbak

Kaupa Í körfu

Eina tóbaksverksmiðja landsins lætur lítið yfir sér. Hún er í tveimur herbergjum í lágreistri byggingu á lóð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Stuðlaháls í Reykjavík. Þar er framleitt neftóbak samkvæmt áratuga gamalli uppskrift. Eggert Ó. Bogason, vöruhússtjóri ÁTVR, sýndi okkur lagerinn þar sem númeraðar tunnur standa hátt í hillum og bíða þess að tóbakið verkist. Elstu tunnurnar hafa verið notaðar frá því neftóbaksgerðin hófst eftir stríð. Þangað til var það innflutt. Sala neftóbaks hefur tvöfaldast á áratug og á tímabili vantaði fleiri tunnur. Þess vegna var tóbakið ekki geymt eins lengi og venjulega um tíma. Það fór ekki vel í nasir neftóbaksmanna og kvörtuðu sumir yfir því að neftóbakið væri orðið MYNDATEXTI Fyllt er á neftóbaksdósirnar í höndunum og vanur maður fyllir um þúsund dósir á dag. Verksmiðjan er í tveimur herbergjum í lágreistri byggingu á lóð ÁTVR við Stuðlaháls.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar