Vintage- búðir

Heiðar Kristjánsson

Vintage- búðir

Kaupa Í körfu

ÞEGAR ég var barn að aldri var vinsæll leikur að gramsa í skáp í kjallaranum þar sem móðir mín geymdi gömlu fötin sín. Ég og systkini mín hlógum mikið að asnalegum víðum buxum, rósóttum kjólum og þykkbotna skóm sem okkur fannst fáránlegt til að hugsa að móðir okkar hefði klæðst í eina tíð. Fáeinum árum síðar var ég farin að skoða þessi föt með öðru viðhorfi, fannst þau mjög flott og óskaði þess heitast að hafa ekki vaxið móður minni langt yfir höfuð svo ég passaði í þau. En löngun minni í „vintage“-fatnað var svarað þegar verslanir með slík föt fóru að spretta upp eins og gorkúlur í miðborg Reykjavíkur. Í óformlegri athugun eru nú starfandi ellefu slíkar verslanir í miðborginni sem selja gömul eða gamaldags föt, og er þá Kolaportið með sinn fjölbreytileika um helgar ekki talið með. MYNDATEXTI Fyrir karlinn Í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar í Kjörgarði kennir ýmissa grasa og þar er flottur fatnaður fyrir sanna herramenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar