Hestasýning - Tjörnin

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hestasýning - Tjörnin

Kaupa Í körfu

Á fljúgandi tölti þegar ísinn gaf sig ÍSREIÐ hefur verið vinsæl á Íslandi árum saman enda verða hreyfingar hestsins tígulegar á ísnum sem gefur góða fjöðrun. Engin alvarleg slys hafa orðið svo vitað sé á þeim fjölmörgu ístöltsmótum- og sýningum sem haldnar hafa verið, en í gær munaði minnstu að illa færi þegar breiðfylking margra bestu gæðinga landsins féll niður um ísinn á Reykjavíkurtjörn. Hann reyndist veikari en búist var við með þeim afleiðingum að 12 hross lentu í köldu vatninu. Eftir hálftíma baráttu tókst að koma öllum hrossunum á land en þau voru þá orðin ansi þrekuð. Birtist á forsíðu með tilvísun á bls. 14

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar