Kaffitár Bankastræti, Stella Marta Jónsdóttir

Heiðar Kristjánsson

Kaffitár Bankastræti, Stella Marta Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var árið 1990 að Aðalheiður Héðinsdóttir flutti til Íslands frá Bandaríkjunum. Þar hafði hún kynnt sér framleiðslu úrvalskaffis, sem þá var ört vaxandi grein vestanhafs, en Aðalheiður gerði sér lítið fyrir og flutti með sér til landsins lítinn kaffibrennsluofn. Þannig voru fyrstu skref fyrirtækisins Kaffitárs sem nú er orðið að stöndugu fyrirtæki: „Þetta var dæmigerð saga af frumkvöðli sem þurfti að ganga á milli verslana til að koma vörunni sinni á framfæri, með það markmið allan tímann og að leiðarljósi að veita Íslendingum gott kaffi,“ segir Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs. MYNDATEXTI Að sögn Steinunnar brennir og blandar Kaffitár á íslenska vísu gæðakaffi frá öllum heimshornum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar