Steingrímur J. Sigfússon hittir norska fjármálaráðherrann

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Steingrímur J. Sigfússon hittir norska fjármálaráðherrann

Kaupa Í körfu

ÞETTA var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi fjármálaráðherra Noregs og Íslands í gær í framhaldi af fundi ráðherranna tveggja. Að sögn Steingríms fóru ráðherrarnir á fundi sínum yfir helstu samskiptamál Íslands og Noregs s.s. á sviði fjármála, ræddu stöðu þjóðarbúsins, samskiptin við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn, Evrópumálin og gjaldmiðlamál. Bæði Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og Steingrímur lögðu mikla áherslu á hin góðu og sterku tengsl landanna tveggja. Raunar var Íslandsheimsókn Halvorsen löngu skipulögð, því hún var sérstakur gestur á tíu ára afmælisfagnaði Vinstri grænna sem fram fór í gærkvöldi. MYNDATEXTI Fjármálaráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristin Halvorsen ræddu meðal annars hugsanlegt myntsamstarf Íslands og Noregs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar