Stjarnan - Þór

hag / Haraldur Guðjónsson

Stjarnan - Þór

Kaupa Í körfu

Fimmtán félög hafa leikið til úrslita í bikarkeppninni í körfuknattleik og er Stjarnan því sextánda félagið til að ná í úrslitaleikinn. Nýliðar í bikarúrslitaleikjum hafa ekki riðið feitum hesti frá þeim leikjum. Síðustu fjórir nýliðar í bikarúrslitum töpuðu, Fjölnir 2005, Hamar 2001, KFÍ 1998 og ÍA 1996. Grindvíkingar voru hins vegar nýliðar þegar þeir uðru bikarmeistarar í fyrsta sinn árið 1995. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari, alltaf sem þjálfari, og hann hefur tekið þátt í tíu bikarúrslitaleikjum. Í þeim gerði hann 199 stig, sem enginn annar hefur leikið eftir. Fyrst lék hann árið 1986 og síðast árið 2002.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar