Páll Þorsteinsson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Páll Þorsteinsson

Kaupa Í körfu

Páll Þorsteinsson lærði að spila á franskt horn í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá skólanum árið 1980, þá 25 ára að aldri. Segir hann að það hafi legið beint við að fara í tónlistarnám, enda hafi tónlistin verið hans aðaláhugamál. Að námi loknu hóf Páll störf hjá Ríkisútvarpinu og var hann á Gufunni þar til Rás tvö var sett á laggirnar árið 1983. „Ég tók þátt í stofnun rásarinnar ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, fyrsta forstöðumanni hennar, og fleira fólki. Þar var ég þangað til Bylgjan var stofnuð árið 1986. Ég hætti á Bylgjunni árið 1991.“ MYNDATEXTI Páll Þorsteinsson var andlitslaus útvarpsrödd í 11 ár. Nú er hans verk að koma fram og kynna Toyota.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar