Kristín Ólafsdóttir og Hrannar B. Arnarsson

Kristín Ólafsdóttir og Hrannar B. Arnarsson

Kaupa Í körfu

Kristín: „Hrannar var einstaklega ljúft og geðgott barn. Þótt ég væri bara átján ára var fæðing hans mesta hamingja sem ég hafði upplifað. Á síðustu mánuðum meðgöngunnar dembdist samt yfir mig mikil ábyrgðartilfinning, ég vorkenndi sjálfri mér óskaplega fyrir þurfa að annast lítið barn, þvo bleiur og þess háttar þegar vinkonur mínar væru kannski úti að djamma. En af því að Hrannar átti tvær yndislegar ömmur gat ég klárað námið í Leiklistarskólanum og haldið mínu striki að flestu leyti. Við bjuggum fyrstu tvö árin í lítilli íbúð í húsi föðurforeldra hans, en þegar við Addi skildum hófst nokkurra ára sambúð Hrannars með mér og vinkonum mínum í kvennakommúnu. Við fluttum svo til Akureyrar með eiginmanni mínum, Böðvari Guðmundssyni, þegar Hrannar var að verða sjö ára. Þar eignaðist hann marga vini og var alltaf úti að leika sér. Þeir félagarnir höfðu nóg fyrir stafni, fóru m.a. oft niður á bryggju að veiða og byggðu kofa fyrir kanínur. Þeir voru ekki nema átta eða níu ára þegar þeir gáfu út blað með sögum eftir sjálfa sig og vísum, sem þeir höfðu klambrað saman. Vindur hét það og kom út í nokkrum tölublöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar