Bikarmót Íslands í frjálsum íþróttum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bikarmót Íslands í frjálsum íþróttum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er engum ofsögum sagt að það hafi ekki mátt tæpara standa hvaða lið yrði bikarmeistari innanhúss í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni á laugardag. Keppni lauk á þann veg að FH fékk 118 stig en A-lið ÍR 117,5 stig í samanlagðri keppni í karla- og kvennaflokki. Breiðablik var svo í þriðja sæti með 105 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns fékk 104,5 stig. Í karlaflokki bar lið FH einnig sigur úr býtum með 74 stig en A-lið ÍR stóð sig best í kvennaflokki með 65,5 stig. MYNDATEXTI Meistararnir FH-ingar stilltu sér upp með verðlaunagripina eftir að hafa unnið ÍR í æsispennandi bikarkeppni á laugardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar