Kolbeinsey ÞH

Hafþór Hreiðarsson

Kolbeinsey ÞH

Kaupa Í körfu

Húsavík | Sjóminjasafninu á Húsavík var fyrir skemmstu fært að gjöf líkan af skuttogaranum Kolbeinsey ÞH 10 sem smíðuð var fyrir Húsvíkinga í Slippstöðinni á Akureyri 1981. Það var Kristján Ásgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri togaraútgerðanna Höfða hf. og Íshafs hf., sem afhenti Guðna Halldórssyni, forstöðumanni Sjóminjasafnsins, líkanið við athöfn í safninu. MYNDATEXTI: Kolbeinsey - Kristján Ásgeirsson og Margrét Ásgrímsdóttir við líkanið af Kolbeinsey ÞH sem afhent var Sjóminjasafninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar