Samhugur í verki

Líney Sigurðardóttir

Samhugur í verki

Kaupa Í körfu

Þórshöfn | Á bænum Hvammi í Þistilfirði var opið upp á gátt og dásamlegur ilmur af kleinum og steiktu brauði barst langt út á hlað þegar fréttaritara bar að garði. Í þvottahúsinu stóðu kvenfélagskonur og steiktu í tveimur pottum, svo hlaðar af þunnu og stökku, steiktu brauði voru komnir í kirnur og föt. Í eldhúsinu var annar fríður kvennahópur, sem breiddi út deig og gerði kleinur, svo ekki var ómyndin á. Tilefni þessa stórbaksturs í sveitinni var ein lítil stúlka, Kristín Svala Eggertsdóttir frá Laxárdal í Þistilfirði, en hún kom í þennan heim í janúar síðastliðnum. MYNDATEXTI Brauðhlaðarnir í eldhúsinu í Hvammi, hjálparhellan Hlynur sá um smökkunina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar