Íslandsmót í frjálsum íþróttum

Íslandsmót í frjálsum íþróttum

Kaupa Í körfu

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsíþróttum í flokki 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina. Lið ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppninni en ÍR fékk 506,3 stig en UMSE kom þar á eftir með 296,5 stig og HSK fékk 286 stig. Tvö met voru bætt á mótinu, bæði í 4 x 200 m boðhlaupi. Telpnasveit ÍR bætti metið um 3,35 sek. Sveitina skipuðu þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Elísa Pálmadóttir, Kristín Lív Jónsdóttir og Margrét Lilja Arnarsdóttir. A-sveit ÍR bætti metið í aldursflokknum um 89/100 úr sek. MYNDATEXTI Það voru fínir taktar sem sáust á bikarmótinu í Laugardalshöll og hér svífur ein stúlkan í keppni 13 ára í langstökki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar