Fjölmenningardagur í Fjölbraut við Ármúla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjölmenningardagur í Fjölbraut við Ármúla

Kaupa Í körfu

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla standa nú yfir árdagar þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Að þessu sinni er aðaláhersla lögð á kynna þá 90 nemendur skólans sem hafa annað mál að móðurmáli en íslensku en nokkrir nemendanna eru flóttamenn frá Kólumbíu. Nemendur skólans frá Suður-Ameríku voru í gær með kynningu á landi sínu, sýndu dansa og buðu upp á mat í anddyri skólans í hádeginu. Síðar um daginn kynntu nemendur skólans frá Asíu tungumál sín á annarri hæð skólans. MYNDATEXTI: Veisla Löng röð myndaðist við veisluborðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar