Dagbjört Silja Bjarnadóttir

Heiðar Kristjánsson

Dagbjört Silja Bjarnadóttir

Kaupa Í körfu

Dagbjört Silja Bjarnadóttir, 14 ára stúlka úr Kópavogi, ákvað að taka siðfestu í fyrra í stað þess að fermast. Ástæðuna segir hún vera að hún trúi ekki á guð og hafi frekar viljað taka siðfestu. Dagsetning var valin 6. júlí 2008 enda segir Dagbjört dagsetninguna mjög skemmtilega en utan þess sé engin sérstök ástæða fyrir því að hún valdi þessa ákveðnu dagsetningu. „Mér fannst siðfestuathöfnin svolítið skrýtin, öðruvísi en að fara í kirkju en þetta var rosalega gaman. Það var reyndar mjög kalt í athöfninni því hún var úti. En þetta var mjög kósý þrátt fyrir kuldann. Veislan var rétt á eftir athöfninni og á sama stað. Þetta var frekar lítil veisla en hún var mjög fín. MYNDATEXTI Dagbjört Silja Bjarnadóttir: „Mér fannst siðfestuathöfnin svolítið skrýtin, öðruvísi en að fara í kirkju en þetta var rosalega gaman.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar