Fundur á Hótel Borg

Heiðar Kristjánsson

Fundur á Hótel Borg

Kaupa Í körfu

*Tekjuhæsta prósent Íslendinga hafði rúmlega 18 milljónir á mánuði árið 2007 *Fleiri en þrjátíu á ofurlaunum Á NÆSTU árum þarf að ná jöfnuði milli útgjalda og vaxtakostnaðar ríkisins annars vegar og tekna þess hins vegar, annars stefnir í óefni. Þess vegna þarf óumflýjanlega að hækka skatta. Þetta sagði Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, á fundi samfylkingarfólks á Hótel Borg í gærkvöldi. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, talaði þar einnig og tók í sama streng. Óráðshjal væri að ekki þyrfti að hækka skatta. MYNDATEXTI: Skattamál Indriði og Stefán töluðu um að hækka þyrfti skatta, það væri óhjákvæmilegt og að annað væri óráð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar