Andrea Róberts

Ragnar Axelsson

Andrea Róberts

Kaupa Í körfu

Jórunn, hjörtu sem Andrea Róberts hóf framleiðslu á fyrir skemmstu, hafa svo sannarlega fallið í frjóan jarðveg. Hjörtun, sem eru handgerð, hvert með sínu lagi úr endurunnum efnum, hafa selst upp trekk í trekk og jafnvel myndast biðlistar. Nú er raunar svo komið að öll fjölskyldan tekur þátt í hjartagerðinni. Nágrannar hafa einnig komið að framleiðslunni og gerði einn þeirra, Örn Viðar Erlendsson, sér lítið fyrir og hannaði vörumerki fyrir Andreu. MYNDATEXTI Fjölskylduverk Kærasti Andreu, Jón Þór Eyþórsson, skellir vörumerkinu á umbúðirnar. „Framleiðsla og hönnun er í mínum höndum en mamma hefur verið að keyra út fyrir mig, konan hans pabba aðstoðað við vélasauminn, pabbi að klippa út hjörtu á meðan tengdó passar Dreka,“ segir Andrea, hér ásamt Jóni Þór og og syninum Dreka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar