Í Óperunni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Í Óperunni

Kaupa Í körfu

ÞETTA verður svo flott, að maður er með opinn munn á hverri æfingunni á fætur annarri, og meira að segja óperustjórinn var opinmynntur eftir rennslið áðan.“ Það er prímadonnan Auður Gunnarsdóttir sem hefur orðið, og umræðuefni okkar eru tónleikar Prímadonnanna, eins og þær kalla sig, í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Prímadonnurnar eru auk Auðar, Þóra Einarsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópranar af guðs náð. „Þetta verða algjörir kvennatónleikar, fimm konur, því píanóleikari með okkur verður Antonía Hevesi.“ MYNDATEXTI Prímadonnurnar Antonia Hevesi, Hulda Björk Garðarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Auður Gunnarsdótttir og Elín Ósk Óskarsdóttir. „Þetta verður „gala“, alveg alla leið,“ segja þær um tónleika sína í Óperunni í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar