Leiðsögumenn

Leiðsögumenn

Kaupa Í körfu

Íris Sigurðardóttir hefur verið flugfreyja í tæp fjörutíu ár. „Mig hafði lengi langað í leiðsögunám en ekki komist í að gera það fyrr en nú. Það er boðið upp á námið með vinnu,“ segir hún. Uppbygging námsins hentaði henni en hún er í 75% vinnu hjá Icelandair. „Ég er ekki með stúdentspróf en komst inn vegna mikillar reynslu í ferðamannaiðnaðinum.“ Henni finnst frábært að vera sest á skólabekk á ný. „Það er æðislegt. Þetta er búið að halda manni uppi í kreppunni. Gaman að hafa þennan fasta punkt í tilverunni og fara að hitta skólafélagana. Námið hefur verið meiriháttar,“ segir hún og lýsir náminu nánar. MYNDATEXTI Nemi á ný Íris er glöð með að vera sest aftur á skólabekk eftir langt hlé.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar