Kreppa í byggingariðnaði

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kreppa í byggingariðnaði

Kaupa Í körfu

Robert Aliber, prófessor í hagfræði við Chicago-háskóla, hélt fyrirlestur í Háskólabíói 7. maí í fyrra. Þar varaði hann við því að efnahagur landsins væri kominn út á bjargbrún, og „laumu-áhlaup“ á bankakerfið væri þegar hafið. Hann fékk lítil viðbrögð frá fundargestum, sem meðal annarra voru stjórnmálamenn og bankastjórar, þrátt fyrir stóð orð. Ári fyrr var Aliber á Íslandi og gerði sér það að leik að keyra um höfuðborgarsvæðið og telja byggingarkrana. „Það er ár þangað til þið lendið í verulegum vandræðum,“ sagði hann við kollega sína úr hagfræðistétt eftir bíltúrinn, bæði hér á landi og erlendis. Það sem Aliber sá í bíltúrnum var gríðarlega umfangsmikil uppbygging fasteigna í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir, þar á meðal Aliber, hafa lýst þeirri „efnahagsbólu“ sem hér myndaðist á árunum 2002 til 2008, sem einni þeirri mestu sem myndast hefur nokkru sinni á heimsvísu. MYNDATEXTI Timbur og staurar Byggingar í Úlfarsárdal eru misjafnlega langt komnar. Ljósastaurarnir eru tilbúnir að lýsa upp hverfin en engin fullbúin hús er að sjá. Nokkur eru þó í byggingu eins og sjá má.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar