Björgunarstöð Sigurvonar í Sandgerði

Reynir Sveinsson

Björgunarstöð Sigurvonar í Sandgerði

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Það var hátíðastemning hjá félögum Björgunarsveitarinnar Sigurvonar þegar ný og glæsileg björgunarstöð, sem stendur við Austurgarð Sandgerðishafnar, var formlega tekin í notkun. Guðmundur Ólafsson, formaður Sigurvonar, bauð gesti velkomna. Sigurður Guðjónsson, fyrrum formaður, rifjaði upp starf Sigurvonar í 80 ár en Sigurvon er fyrsta björgunarsveit innan Slysavarnafélags Íslands, stofnuð 1928 í kjölfars strands togarans Jóns forseta við Stafnes. MYNDATEXTI Guðmundur Ólafsson, formaður Sigurvonar, bauð gesti velkomna í nýja húsið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar