Börn heimsækja umboðsmann barna

Heiðar Kristjánsson

Börn heimsækja umboðsmann barna

Kaupa Í körfu

ÞAU voru boðin og búin börnin á leikskólanum Fálkaborg að fræða Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmann barna, um það hvernig það væri að vera barn á Íslandi. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn heimsóttu skrifstofur umboðsmannsins í morgun, en öll hafa þau tekið þátt í verkefninu Raddir barna, sem umboðsmaður barna stendur fyrir. Afhentu börnin við þetta tækifæri Margréti Maríu afrakstur vinnu sinnar, en krakkarnir höfðu tjáð sig ýmist með myndlist eða ljósmyndum, auk þess að svara margvíslegum spurningum. Fálkaborg er meðal fjölmargra leikskóla sem taka þátt í verkefninu, en auk þeirra hafa rúmlega tuttugu grunnskólar einnig skráð sig til þátttöku í Röddum barna. annaei@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar