Bátasafn Gríms Karlssonar

Svanhildur Eiríksdóttir

Bátasafn Gríms Karlssonar

Kaupa Í körfu

Tónlist, sýningar, framsögur, upplestur og saltfiskuppskriftakeppni voru atkvæðamestu dagskrárliðirnir í safnahelgi á Suðurnesjum nýliðna helgi. Fjölmargir lögðu leið sína í söfnin á Suðurnesjum og rúntuðu jafnvel milli bæjarfélaga enda auglýstir dagskrárliðir um 50 talsins. Haft var í huga að höfða til allra kynslóða. Í safnarúnti er alltaf vinsælt að koma við í Duus-húsum og skoða bátasafn Gríms Karlssonar ásamt ljósmyndum sem prýða veggi salarins. Þá er jafnan spáð og spekúlerað hver sé hvað og hvers sé hvurs eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar