Breskur heimildarþáttur um kreppuna

Breskur heimildarþáttur um kreppuna

Kaupa Í körfu

HÉR á landi eru staddir breskir kvikmyndagerðarmenn til að taka viðtöl við Íslendinga vegna kreppunnar. Ætlunin er að nota upptökurnar í heimildarmyndina There and back again en í henni verður rakin saga uppgangsins í íslensku efnahagslífi og loks fallsins. Reynt verður að finna ástæður hrunsins og mun myndin að miklu leyti byggjast á viðtölum við Íslendinga en sjónum verður aðallega beint að þeim jákvæðu breytingum sem hrunið hafði í för með sér. Upptökur fóru m.a. fram á Hótel Nordica í gær og var rætt við Hauk Vagnsson frá Bolungarvík um áhrif á ferðaþjónustuna í landinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar