Heimsganga í þágu friðar

Heimsganga í þágu friðar

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGAR munu taka þátt í Heimsgöngunni en hún fer fram í 90 löndum. Gangan hefst á fæðingardegi Gandhis, 2. október 2009 á Nýja-Sjálandi, stendur yfir í 3 mánuði og endar við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku 2. jan. 2010. Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist, svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til umhverfismála á síðustu áratugum. Aðstandendur göngunnar á Íslandi vonast eftir að í lok ársins hafi flest samtök og opinberir aðilar tekið virkan þátt í þessari aðgerð. Fjölmargir aðilar hafa þegar skráð sig til þátttöku, en hægt er að gera það á vefnum www.heimsganga.is. Meðal þeirra sem sýnt hafa verkefninu stuðning er Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Helga Möller

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar