Silfurdrengirnir fara í bíó

hag / Haraldur Guðjónsson

Silfurdrengirnir fara í bíó

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik leikur á morgun sinn fjórða leik af átta í undankeppni Evrópumótsins þegar það tekur á móti Eistlandi á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 16. Ísland er með 5 stig eftir þrjá leiki en liðið vann Belga á heimavelli, 40:21, gerði jafntefli við Norðmenn á útivelli, 31:31, og svo kom sigurinn frækni á Makedóníumönnum í Skopje, 29:26, á miðvikudagskvöldið MYNDATEXTI Þeir Pétur Gunnarsson sjúkraþjálfari, Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson skemmtu sér konunglega í Kringlubíói í gær, enda í stórum hlutverkum í nýju heimildarmyndinni um handboltalandsliðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar