Ernst Backman

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ernst Backman

Kaupa Í körfu

Ástandið í þjóðfélaginu er alvarlegt og menn hafa víða gripið til örþrifaráða. Á auglýsingastofu einni í Garðabæ er aðkoman ófögur. Líkamspartar á víð og dreif og afhöggvin höfuð rúlla um sali. Engu er greinilega logið um niðurskurðinn í auglýsingabransanum. Halda mætti að maður væri staddur í miðjum Örlygsstaðabardaga. Skyndilega skýtur sprelllifandi maður upp kollinum innan um alla líkamspartana. Við Raxi ljósmyndari hrökkvum í kút. „Þið verðið að afsaka óreiðuna,“ segir maðurinn auðmjúklega. Hann heitir Ernst Backman og er eigandi stofunnar. „Við erum að leggja lokahönd á mjög stórt verkefni sem við höfum unnnið sleitulaust að undanfarið ár,“ útskýrir Ernst. MYNDATEXTI Hengdur Hjónin Ernst Backman og Ágústa Hreinsdóttir með þann hengda í endanlegri mynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar