Kristján Þór

Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór

Kaupa Í körfu

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í gær að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Það stefnir því í fyrsta formannsslag í Sjálfstæðisflokknum frá því árið 1991, því áður hafði Bjarni Benediktsson þingmaður boðið sig fram. Aðspurður segist Kristján Þór telja möguleika sína í formannskjörinu góða. „Ég hef enga trú á öðru en að landsfundarfulltrúar vilji nýta þá reynslu og þekkingu sem í mér býr til góðs fyrir flokkinn,“ segir Kristján, sem tekur þó fram að mótframbjóðandi sinn sé drengur góður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar