Starfsmenn SPRON yfirgefa bankann á Skólavörðustíg

Starfsmenn SPRON yfirgefa bankann á Skólavörðustíg

Kaupa Í körfu

*MP gagnrýnir tilboð VBS harðlega *Eykur möguleika á að greiða lánið MARGEIR Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir það bera vott um "ótrúlegt siðleysi" að VBS fjárfestingarbanki hafi sett sig í samband við skilanefnd SPRON til þess að hefja viðræður um kaup á Netbankanum, nb.is, dótturfélagi SPRON, þegar blekið er vart þornað á samningi VBS við ríkissjóð vegna 26 milljarða skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum viðskiptum VBS við Seðlabankann. MYNDATEXTI: Kveðja eftir langan starfsferil Starfsmenn SPRON mættu í gærmorgun á starfsstöðvar sínar og sóttu persónulega muni. Öll útibú, fyrir utan útibúið í Borgartúni, voru lokuð í gær í þeim skilningi að engin viðskipti voru í útibúunum en viðskiptavinum SPRON gafst kostur á að koma og kveðja starfsfólkið. Á myndinni sjást starfsmenn útibús SPRON við Skólavörðustíg yfirgefa vinnustað sinn síðdegis í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar