Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Kaupa Í körfu

Við blasir að miðborg Reykjavíkur mun iða af skapandi mannlífi meðan á HönnunarMars 2009 stendur. Vöruhönnuðir ætla ekki að láta sitt eftir liggja heldur ætla þeir að taka sig til og glæða tóm rými við Laugaveginn og Bankastrætið nýju lífi með innsetningum og útstillingum auk þess sem þeir teygja anga sína inn í verslanir í Bankastræti. Verkefnið, sem nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar, er öðrum þræði hugsað til að vöruhönnuðir fái tækifæri til að sýna almenningi á hversu breiðum vettvangi þeir vinna en ekki síður til að minna á að tækifæri felast í nýjum aðstæðum. „Þetta er kærkomið tækifæri fyrir vöruhönnuði til að koma okkur og hönnun okkar á framfæri og kynna fyrir fólki hver við erum og hvað við gerum,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir verkefnastjóri MYNDATEXTI Hlín Helga Guðlaugsdóttir segir að vettvangur vöruhönnuða spanni sannarlega mjög vítt svið svo það geri þeim bara gott að taka þátt í verkefni sem þessu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar