Englaflækja eftir Guðjón Ketilsson

Einar Falur Ingólfsson

Englaflækja eftir Guðjón Ketilsson

Kaupa Í körfu

MYNDVERKIÐ Margir listamenn hafa leikið sér að því að breyta brúðum og styttum og hafa skapað mismunandi verk úr þeim. MYNDATEXTI: Englaflækja Verkið Englaflækja er eftir Guðjón Ketilsson myndlistarmann og var gert árið 2006. Verkið er á sýningu Guðjóns, Fyrirgefðustytturnar, sem var opnuð í síðustu viku í Artóteki í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Verkið Englaflækja samanstendur af postulínsbrotum, MDF-hillu og snúningsmótor, en verkið sem er lítið, vart nema um 10 cm hátt, snýst rólega í hringi á hvítmálaðri hillunni. Á sýningunni eru einnig 14 "Fyrirgefðustyttur", 26 mínútna langt myndbandsverk með styttunum og sex blýantsteikningar af Englaflækjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar