Þjónn í súpunni

Skapti Hallgrímsson

Þjónn í súpunni

Kaupa Í körfu

Á meðan matarhátíðin Food and fun stóð yfir í Reykjavík brugðum við hjónin okkur út að borða í dreifbýlisborginni Akureyri. Fóður og fjör er hún kölluð, flotta hátíðin í þéttbýlisborginni, og þar er alltaf gaman, er mér sagt og dreg það ekki í efa. En óhætt er að segja að ég hafi fengið býsna mikið fjör samhliða fóðrinu á áður óþekktum veitingastað í Gilinu; þar ræður Friðrik fimmti alla jafna ríkjum en þetta kvöld var staðurinn kenndur við Kristján níunda. MYNDATEXTI: Þjónn í súpunni Sumir gesta veitingahússins voru svo (ó)heppnir að fá óvenjulega þjónustu. Þjónninn er Anna Svava Knútsdóttir, leikkona.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar