Kátir skólakrakkar

Helga Mattína

Kátir skólakrakkar

Kaupa Í körfu

BRJÁLAÐUR bylur var utandyra en skólabörn Grunnskólans í Grímsey voru samt himinsæl þegar þau syntu áheitasundið sitt sl. miðvikudagskvöld. Áheitasund hefur verið fastur liður í skólastarfinu síðastliðin 15 ár og krakkarnir eru alltaf jafnspenntir að komast að því hversu langa vegalengd þeir geta synt. Að þessu sinni lögðu átta börn af stað og skiluðu rúmum þremur kílómetrum. Í Grunnskólanum á litlu eyjunni við heimskautsbaug eru níu börn, en sá níundi neyddist til að fylgjast með af bakkanum því hann gat ekki synt sökum meiðsla í hendi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar